Vilja skanna á alla flugvelli Evrópu

Flugmálayfirvöld í Hollandi þrýsta nú á Evrópusambandið að gera farþegaskanna að föstum lið í öryggisgæslu flugvalla í álfunni og halda því fram að með slíkum skanna hefði komist upp um Nígeríumanninn sem reyndi að sprengja farþegaflugvél á leið til Bandaríkjanna.

Umar Farouk Abdulmutallab fór í gegnum Schipol flugvöll á leið sinni til Detroit. Hann millilenti hinsvegar á flugvellinum og fór því ekki í gegnum öryggisskanna. Talsmenn flugvallarins segja að þar hafi öllum reglum verið fylgt, en meira sé hægt að gera til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig.

Á Schiphol flugvelli í Amsterdam eru nú þegar 17 örbylgju öryggisskannar, en þeir eru aðeins notaðir til reynslu og með samþykki farþega á leið um Evrópu, en ekki þá sem fljúga til Bandaríkjanna þar sem þarlend yfirvöld hafa ekki samþykkt að þeir samræmis persónuvernd. Skannarnir þykja afhjúpa of mikið af líkama fólks fyrir augum starfsfólks flugvalla. Talsmaður Schiphol segir hinsvegar að flugvöllurinn búi nú yfir tækni sem leysi þann vanda.

Flugfarþegar á Schiphol geta sem stendur valið hvort þeir fari …
Flugfarþegar á Schiphol geta sem stendur valið hvort þeir fari um skannan eða gangist undir líkamsleit öryggisvarða. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert