Mikið um dýrðir í Dubai

Það var mikið um dýrðir þegar hæsti skýjakljúfur heims var tekinn formlega í notkun í Dubai í dag. Byggingin, sem heitir Burj Khalifa, er 828 metra há og því mun hærri en Taipai 101 turninn, sem er aðeins 509 metra hár. Turninn í Dubai kostaði yfir einn og hálfan milljarð dala.

Gólfrými turnsins er alls um 500.000 fermetrar og er hugsað bæði fyrir íbúðir og skrifstofur. Hæðirnar eru 160 talsins og turninn klæddur 28.000 rúðum.

Burj Khalifa hefur slegið mörg met. Nefna má að útsýnispallurinn, sem er á 124 hæð, er sá hæsti í heiminn og lyfturnar fara hærra heldur en aðrar lyftur.

Það munar um 300 metrum á Burj Khalifa og næsthæstu byggingunni í nágrenninu við hann. 

Turninn hét Burj Dubai þegar hann var í byggingu. Nafninu hefur verið breytt og skírður í höfuðið á leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sjeiknum Khalifa bin Zayed al-Nahayan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert