Veturinn kostar sitt

Samgöngur hafa farið úr skorðum víða í Evrópu og með ærnum tilkostnaði. Um helmingur vinnandi fólks í Bretlandi hélt sig heima í dag í stað þess að ana út í óvissuna og er talið að það hafi kostað bresk fyrirtæki um 690 milljónir punda (um 140 milljarða kr.).

Mörgum flugvöllum var lokað í dag og lestarferðum aflýst. Ferðir sem vanalega taka um hálftíma tóku um hálfan dag. Tugþúsundir barna héldu sig heima þar sem skólum var lokað vegna veðurs. Börnin og orkufyrirtækin eru á meðal þess sem nutu þess í dag.

Orkueftirspurn jókst til muna og er búist við því að orkureikningur heimilanna fyrir janúarmánuð verði sá hæsti í sögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert