Hollywood styður Sea Shepherd

Sea Shepherd samtökin, sem vart geta talist til Íslandsvina, njóta stuðnings margra frægra Hollywood-stjarna.

Athygli vakti í vikunni þegar japanskur hvalveiðibátur sigldi á hraðbát samtakanna og eyðilagði hann. Samtökin hreykja sér af því að viðhafa frumlegar aðferðir við beinar aðgerðir gegn því sem þau kalla ólöglega starfsemi á heimshöfunum. Samtökin voru stofnuð árið 1977, af Paul Watson. Sökktu þau íslenskum hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn árið 1986.

Á meðal þeirra sem styrkja samtökin eru leikarinn Sean Penn og franska leikkonan Brigitte Bardot. Bæði sitja þau í ráðgjafaráði samtakanna, ásamt bandaríska leikaranum Martin Sheen og hinum írska kollega hans Pierce Brosnan.

Sheen, leikkonan Darryl Hannah og sápuóperustjarnan Richard Dean Anderson, hafa öll farið með Sea Shepherd til þess að taka þátt í aðgerðum samtakanna.

Af ríkum og frægum stuðningsmönnum samtakanna má einnig nefna Mick Jagger, Anthony Kiedis, söngvara hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers auk leikaranna Christian Bale og Edwards Norton.

Fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Bob Barker, sem er Bandaríkjamaður, gaf samtökunum fimm milljónir dollar til þess að styrkja kaup á hvalveiðibát, fyrir fyrirhugaða eltingaleiki við japanska hvalveiðimenn á þessu ári.

Hollywood auðjöfurinn Ady Gil keypti líka fyrrnefndan hraðbát fyrir samtökin, fyrir tvær milljónir dollar.

Skip Sea Shepherd samtakanna, Farley Mowat, sést hér nálgast japanskt ...
Skip Sea Shepherd samtakanna, Farley Mowat, sést hér nálgast japanskt hvalveiðiskip. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...