Leggja til bann við búrkum í Frakklandi

Forsætisráðherra Frakklands, Francois Fillon, sagði á franska þinginu í dag að hann væri hlynntur því að banna íslamskar búrkur á opinberum stöðum en unnið er að gerð frumvarps um bannið. Hann hefur lagt það til við þingmenn UMP, flokkur Nicolas Sarkozy forseta, að þeir samþykki frumvarpið þegar það verður lagt fram.

Margir þingmenn hafa efast um að hægt sé að leggja bann við því að konur klæðist búrkum í Frakklandi enda ekki talið víst að það fengist staðfest fyrir mannréttindadómstól Evrópu. 

Miklar deilur urðu á danska þinginu á síðasta ári um hvort banna ættir múslimakonum í Danmörku að klæðast búrkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert