Reiði og örvænting í senn

Íbúar Haíti voru í senn reiðir og örvæntingafullir þegar myrkrið tók völd þriðja kvöldið í röð frá því að stóri jarðskjálftinn reið yfir. Í höfuðborginni er barist um hvern matarbita og vatnsdropa á meðan lík á fyrstu stigum rotnunar hrannast upp á hverju götuhorni. Óvíst er hversu margir þurftu að bíða björgunar þriðju nóttina í röð, fastir í rústum húsa.

Bandarískt flugmóðuskip er á leiðinni að ströndum Haíti og með því nítján þyrlur. Þær verða notaðar til dreifingar neyðargagna til bágstaddra. Flugvélar með björgunarsveitarmenn eru einnig tíðar á flugvellinum í Port-au Prince. Íbúum þykir þó ekki nóg að gert.

Tala látinna er enn á reiki en talið er að yfir hundrað þúsund manns hafi týnt lífi. Björgunaraðgerðir eru í gangi en björgunarsveitarmenn eiga erfitt um vik á næturnar í rafmagnslausri borginni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert