Obama óvinsælli en forverarnir

Á morgun er ár síðan Barrack Obama tók við embættinu sem 44. forseti Bandaríkjanna. Í nýrri mælingu Gallups þar í landi kemur í ljós að Obama er á núverandi tímapunkti óvinsælli en bæði George W. Bush og Richard Nixon eftir eins árs veru þeirra á forsetastóli.

Séu vinsældir síðustu níu forseta þegar þeir höfðu gegnt embættinu í eitt ár skoðaðar má sjá að aðeins Bill Clinton var óvinsælli en Obama er nú. Þannig segjast 57% kjósenda ánægð með Obama eftir árið, en 49% voru ánægð með Clinton, 66% kjósenda voru ánægð með Bush og 61% með Nixon eftir eins árs veru í Hvíta húsinu.

Áður en Obama var kjörinn forseti hét hann ýmsum breytingum og því að reyna að miðla málum milli hægri og vinstri vængs stjórnmálalífsins. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken.

Þar er haft eftir Mads Fuglede, doktorsnema við Kaupmannahafnarháskóla, að Obama hafi í tveimur pólitískum lykilmálum rekið sig á alvarleg vandamál, annars vegar hvað varðar heilbrigðisumbætur og hins vegar fjármálin.

Að mati Fuglede hefur Obama enn ekki tekist að sanna sig sem sterkur og atorkusamur leiðtogi auk þess sem almenningur í Bandaríkjunum finni ekki svo mikinn mun eftir að hann tók við sem forseti.

„Eini munurinn sem almenningur í Bandaríkjunum finnur er að hann verður fátækari og fátækari,“ segir Mads Fuglede. Bendir hann á að aðgerðir forsetans í tengslum við heilbrigðisumbæturnar og efnahagslífið sé ekki eitthvað sem almenningur geti fundið á eigin skinni hér og nú.

„Þrátt fyrir að flestir hagfræðingar segi að efnahag landsins hafi verið bjargað með inngripum forsetans þá hefur það ekki breytt því að atvinnuleysið mælist enn mikil. Og þegar fólk getur ekki fengið lán í viðskiptabankanum sínum þá getur það ekki notað til neins að bankageiranum hafi verið bjargað.“Barack Obama hefur á morgun gegnt embætti foseta Bandaríkjanna í ...
Barack Obama hefur á morgun gegnt embætti foseta Bandaríkjanna í eitt ár. JIM YOUNG
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...