Tafir á flugi vegna verkfalls

Reuters

Yfir eitt hundrað flugferðum hefur verið frestað um þrjá helstu flugvelli Írlands í dag vegna fjögurra tíma verkfalls flugumferðarstjóra. Aer Lingus hefur frestað 64 flugferðum í dag og Ryanair 48. Hefur þetta áhrif á ferðalög 13 þúsund einstaklinga til og frá Írlandi.

Um er að ræða verkfall flugumferðarstjóra á flugvellinum í Dublin, Shannon og Cork. Snýst deilan um uppsagnir fimmtán flugumferðarstjóra sem neituðu að fara eftir nýrri vinnutilskipun sem hefur áhrif á launakjör þeirra.

Írskir flugumferðarstjórar eru með há laun ef miðað er við aðra opinbera starfsmenn á Írlandi en meðallaun þeirra voru á síðasta ári 160 þúsund evrur, 28,8 milljónir króna. Þeir sem eru með hæstu launin meðal flugumferðarstjóra þar í landi eru með 170-230 þúsund evrur í árslaun, eða allt að 41,5 milljónir króna. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert