Ekstra Bladet liggur undir ámæli

Vefur Jótlandspóstsins.
Vefur Jótlandspóstsins.

Danska dagblaðið Ekstra Bladet liggur nú undir miklu ámæli fyrir að hafa birt nafn og mynd af manni, sem handtekinn var í Herning í byrjun ársins, grunaður um að hafa myrt tvítuga stúlku á nýársnótt. Maðurinn var látinn laus nú í vikunni eftir að DNA-rannsókn leiddi í ljós að hann var saklaus. 

Önnur dagblöð hafa fjallað talsvert um málið, þar á meðal Jótlandspósturinn, en margir lesendur blaðsins, sem hafa tjáð sig um það, segja að reka eigi Poul Madsen, ritstjóra Ekstra Bladet, þar sem hann beri ábyrgð á því að maðurinn var með þessum hætti dreginn saklaus fyrir dómstól götunnar. Aðrir lesendur leggja til þess, að almenningur hætti að kaupa Ekstra Bladet. 

Madesen sagði við Jótlandspóstinn í gær, að blaðið hefði ákveðið að birta jafn mannsins og mynd af honum eftir að hann var handtekinn, vegna þess að það hafi þjónað hagsmunum almennings. Þá hefði lögmaður mannsins ekki farið fram á að nafni skjólstæðings síns yrði leynt. 

Umræddur maður heitir Jan Lindholt Mikkelsen. Hann hefur komið fram í viðtölum í gærkvöldi og í morgun og lýst nýársnóttinni í Herning. Hann segir m.a. við Herning Folkeblad, að hann hafi þessa nótt komið heim um klukkan 2:30 og sett reiðhjól sitt í kjallara fjölbýlishússins þar sem hann býr. Stúlkan fannst daginn eftir myrt í þvottaherbergi í kjallaranum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert