Fannst á lífi í rústunum

Maðurinn var búinn að vera 11 daga í rústum Hotel …
Maðurinn var búinn að vera 11 daga í rústum Hotel Napoli í höfuðborginni Port-au-Prince. SHANNON STAPLETON

24 ára gömlum manni var í kvöld bjargað lifandi úr rústum húss á Haiti. Maðurinn er búinn að liggja í húsinu í 11 daga frá því að öflugur jarðskjálfti lagði höfuðborg landsins í rúst.

Maðurinn var borinn á börum úr rústum hótels í Port-au-Prince. Íbúar Haiti og björgunarmenn sem voru viðstaddir klöppuðu. Maðurinn brosti til fólksins þegar hann var borinn út í sjúkrabíl, að því er segir á vef BBC.

Tveimur var bjargað úr rústunum í gær, 84 ára gamalli konu og 21 árs gömlum manni. Búið er að bjarga 133 lifandi úr rústunum. Stjórnvöld á Haiti lýstu því yfir fyrr í dag að formlegri leit í rústunum hefði verið hætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert