Enn finnst maður á lífi

Karlmanni var í dag bjargað lifandi úr húsarústum í Port-au-Prince á Haítí en ekki er enn ljóst hvort hann hefur verið þar síðan í jarðskjálftanum mikla fyrir tveim vikum. Er hugsanlegt að maðurinn hafi fest sig í hruni í eftirskjálftum löngu síðar, að sögn BBC.  Bandarískir hermenn björguðu manninum og var farið með hann á spítala til aðhlynningar.

Stjórnvöld á Haítí skýrðu frá því á laugardag að hætt væri að leita skipulega að fólki í rústunum enda var talið nær útilokað að nokkur væri þar enn á lífi. 

Rico Dibrivell, sem er 35 ára gamall, fær aðhlynningu hjá …
Rico Dibrivell, sem er 35 ára gamall, fær aðhlynningu hjá bandarísku björgunarmönnunum í miborg Port-au-Prince dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert