Biður Alcoa að loka ekki

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu biður Alcoa að loka ekki álverum …
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu biður Alcoa að loka ekki álverum á Ítalíu. Reuters

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, bað í dag Kleinfeld forstjóra Alcoa álrisans að loka ekki álverum fyrirtækisins á Ítalíu. Hann fór fram á að ákvörðun um framtíð álveranna verði ekki tekin fyrr en framkvæmdastjórn ESB hefur lagt mat á aðgerðir stjórnvalda til að lækka orkuverð.

Í yfirlýsingu skrifstofu ítalska forsætisráðherrans segir að  þetta mat verði gert í febrúar. Berlusconi mun hafa minnt Kleinfeld forstjóra Alcoa á að alvarlegt félagslegt vandamál geti leitt af lokun álvera á landsvæðum sem eigi undir högg að sækja. Ákvörðun um lokun geti einnig haft áhrif á samskipti ítölsku ríkisstjórnarinnar og Alcoa.

Bréf Berlusconis var sent í sama mund og um 300 starfsmenn Alcoa tóku yfir flugvöllinn  í Caligari á Sardiníu og lokuðu honum. Í fyrra skipaði Evrópusambandið Alcoa að endurgreiða Ítalíu ríkisstyrki upp á 300 til 400 milljónir bandaríkjadala. Þá hafði fyrirtækið fengið frá árinu 2006 í mynd niðurgreidds rafmagns til tveggja álvera Alcoa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert