Varð tveimur börnum að bana í Danmörku

Tvö börn, 9 og 13 ára, fundust látin í húsi nálægt Køge í Danmörku í dag. Karlmaður á miðjum aldri, sem mun vera faðir barnanna, hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögregla lýsir því sem fjölskylduharmleik.

Málsatvik eru enn óljós en maðurinn er með talsverða áverka. Hann var fluttur á sjúkrahús en á morgun verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. 

Að sögn danskra fjölmiðla mun móðir barnanna hafa farið frá barnsföður sínum fyrir skömmu. Hún kom að börnum sínum látnum á heimili þeirra í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert