Vilja leggja á vegatoll í Gautaborg

Frá Gautaborg.
Frá Gautaborg. mbl.is/Ómar

Borgaryfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð hyggjast leggja á sérstakan vegatoll árið 2013, sem svipar til þess sem gert hefur verið í höfuðborginni Stokkhólmi. Borgarráð Gautaborgar greindi frá þessu í gær í kjölfar atkvæðagreiðslu um málið.

Sænsk stjórnvöld munu nú fá málið á sitt borð og mun þingið taka ákvörðun um framhaldið í vor.

Tilgangurinn með þessu er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka umferð í miðborg Gautaborgar um 15%. Stefnt yrði að því að setja upp um 40 tollhlið í borginni. Þá er tilgangurinn með skattlagningunni að safna fé til að viðhalda vegakerfinu og öðrum innviðum borgarinnar. 

Yfir hálf milljón íbúa býr í Gautaborg.

Árið 2007 var ákveðið að rukka ökumenn sem aka inn í borgina og út úr henni á virkum dögum, en gjaldið nemur á bilinu 10 til 20 sænskar krónur (um 176 - 352 íslenskar kr.), en upphæðin fer eftir tíma dags. Þakið er hins vegar 60 sænskar krónur á dag (um 1.000 íslenskar kr.).

Aðrar borgir hafa innleitt svipað kerfi, s.s. London, Róm og Singapore.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert