Fækkun kjarnorkuvopna í augsýn

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá því 22. janúar s.l. ...
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá því 22. janúar s.l. að viðræður við Bandaríkin um mikla fækkun kjarnorkuvopna hæfust á ný snemma í febrúar. Reuters

Bandarísk og rússnesk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að fækka mjög kjarnorkuvopnum í sinni eigu, að því er dagblaðið Wall Street Journal greindi frá í dag.

Þar segir að samningamenn landanna tveggja um afvopnunarmál  hafi náð „samkomulagi í meginatriðum“ um fyrsta sáttmálann um fækkun kjarnorkuvopna í nærri tvo áratugi. Wall Street Journal hafði þetta eftir embættismönnum í stjórnsýslunni og vopnaeftirliti.

Samningurinn mun kveða á um að virkum kjarnorkuvopnum verði fækkað úr 2.200 eins og stefnt var að 1991 í 1.500 til 1.675 vopn. Þá verði flutningsförum fyrir kjarnorkuvopn fækkað í 700 - 800 hjá hvorri þjóð um sig. 

Gordon Duguid, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, vildi ekki staðfesta fréttina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...