Í stríð gegn offitufaraldrinum

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hóf í dag sérstakt átak gegn …
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hóf í dag sérstakt átak gegn offitu barna og unglinga. Með henni eru Kathleen Sebelius, heilbrigðisráðherra og Tom Harkin öldungadeildarþingmaður. Reuters

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur hafið baráttu gegn offitu barna. Hún hitti þingmenn í dag til að fara yfir baráttuáætlunina. Hún sagði að hefja ætti átak um allt landið til að hamla gegn offitufaraldrinum.

Á fundinum með forsetafrúnni var m.a. Kathleen Sebelius heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna.

Michelle Obama sagði góðu tíðindin þau að það sé hægt að leysa þetta vandamál. Lausnin krefjist hins vegar víðtæks samstarfs. Áður en maður hennar var kjörinn forseti starfaði Michelle Obama sem aðstoðarforstjóri sjúkrahúss í Chicago.

Um tíundi hluti bandarískra ungbarna og barna líður af offitu og um 18% allra unglinga þar í landi, samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru í janúar. „Við verðum að fjölga heilbrigðu skólum í landinu til að snúa þessari þróun við,“ sagði Obama.

„Við ætlum að leggja mikið á okkur til að auka þá reglulegu hreyfingu sem börnin í landinu fá.“ Hún sagði ennfremur að eitt það erfiðasta í þessari baráttu verði að bæta aðgengi að heilnæmum matvælum á viðráðanlegu verði.

Forsetafrúin kvaðst einnig vilja bæta vitund neytenda svo þeir læri að kaupa inn hollari matvörur en nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert