Synjað um borgararétt í Frakklandi vegna hjúpslæðu

Afganskar konur huldar búrkum.
Afganskar konur huldar búrkum. reuter

Franska stjórnin hefur synjað manni af ótilgreindu þjóðerni um franskan ríkisborgararétt á þeirri forsendu að hann neyddi eiginkonu sína til að hylja sig með hjúpslæðu.

Maðurinn þurfti á ríkisborgararétti að halda til að mega dveljast í Frakklandi með franskri konu sinni. Um slíkan rétt synjaði Eric Besson ráðherra innflytjendamál honum í gær.

Besson rökstuddi það með því að maðurinn svipti konuna því frelsi að geta farið um án þess að þurfa hylja höfuðið. Að hans fyrirmælum neyddist hún til þess að hylja líka sinn frá hvirfli til ilja.

Þá sagði Besson, að frönsk gerðu ráð fyrir því, að þeir sem vildu setjast að í landinu yrðu að sýna vilja til aðlögunar frönsku samfélagi. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins klæðast einungis um 1.900 konur hjúpslæðum í landinu.

Í síðustu viku lagði þingnefnd til að bannað yrði með lögum að hylja líkama sinn með blæjum.

Í hitteðfyrra, 2008, synjaði franskur dómstóll konu frá Marokkó um franskt ríkisfang á þeirri forsendu, að „róttæk“ trúariðkan hennar færi ekki saman við frönsk samfélagsgildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
VW Tiguan 2014 til sölu
Ekinn 65.000, diesel, sjálfskiptur. Innfellanleg dráttarkúla. Verð 3,6 milljónir...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...