Treysta guði

Trúboðarnir sem eru í haldi á Haiti sakaðir um að hafa ætlað að fara með börn úr landi án heimildar segjast treysta því að guð leysi þá úr haldi. Trúboðarnir komu fyrir rétt á Haiti í dag, en dómari gaf engin svör um það hvort hann myndi sleppa þeim úr haldi.

„Í treysti guði til að leiða sannleikann í ljós og að við verðum leyst úr haldi og sýknuð af öllum sökum,“ sagði Laura Silsby, einn trúboðanna.

Trúboðarnir, sem flestir eru meðlimir í Baptista kirkju í Idaho, eru sökuð um að hafa ætlað að fara með 33 börn úr landi. Í ljós hefur komið að meirihluti barnanna átti foreldra á lífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert