Gjaldþrotalögum breytt fyrir Icesave?

Breyting á gjaldþrotalögum gæti gefið skiptastjóra aukið vald yfir þrotabúi …
Breyting á gjaldþrotalögum gæti gefið skiptastjóra aukið vald yfir þrotabúi Landsbanka.

Íslendingar hafa lagt til við Breta og Hollendinga að gjaldþrotalögum hér á landi verði breytt svo selja megi þrotabú Landsbankans í einu lagi í stað margra hluta. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Guardian, sem segir slíka málamiðlun gera þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars óþarfa.

Tillagan nýtur að sögn Guardian stuðnings stjórnarandstöðunnar hér á landi. En slík lagabreyting gæfi skiptastjóra þrotabús Landsbankans fullt vald yfir því í hve mörgum hlutum eignir verði seldar úr þrotabúinu. 

Hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra að þetta séu ótímabærar bollaleggingar. Bretar og Hollendingar hafi ekki lagt blessun sína yfir neinar slíkar hugmyndir, enda hafi eiginlegar samningaviðræður ekki hafist.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert