Skýla sér bak við óbreytta borgara

Reuters
Talíbanar í Afganistan nota óbreytta borgara sem mennska skildi. Þetta er haft eftir Mohiudin Ghori, afgönskum herforingja. Fjallað er um málið á vef danska dagblaðsins Politiken.

Að sögn herforingjans hafa hermenn bandamanna veitt því athygli að talíbanar stilli konum og börnum upp á þökum húsanna í Marjah og skjóti síðan á hermennina meðan þeir skýla sér sjálfir bak við konurnar og börnin.

Með þessu móti geti  talíbanar tryggt að andstæðingar þeirra reyni ekki að svara skotárásinni.

„Talíbanar vilja gjarnan að við skjótum á móti og drepum óbreytta borgara,“ segir Mohiudin Ghori.

Fimm dagar eru síðan hermenn frá Bandaríkjunum og aðildarlöndum Atlantshafsbandalaginu (NATO) réðust til atlögu í Helmand héraði. Hermenn urðu fyrst varir við hina mennsku skildi í bænum Marjah þar sem margir borgarar styðja Talíbana. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...