Danir ætla að kjósa um evru

Danir ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evrunnar.
Danir ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evrunnar. Reuters

Ríkisstjórn Danmerkur, sem nú státar af endurnýjaðri áhöfn að stórum hluta, stefnir að því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evrunnar sem gjaldmiðils. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin.

Rökin eru þau að það að standa utan evrusvæðisins auk undanþágna sem Danmörk fékk árið 1992 við inngöngu í Evrópusambandið, þjóni ekki hagsmunum Danmerkur. 

„Við sjáum nú áhrifin af afstöðu okkar með tilliti til sameiginlega gjaldmiðilsins, á tímum þegar lönd evrusvæðisins eru að efla samvinnu sína,“ segir í stefnuyfirlýsingu dönsku ríkisstjórnarinnar. Einnig segir þar að efnahagur Danmerkur hafi orðið verr úti í efnahagskreppunni en ef landið hefði tilheyrt evrusvæðinu.

Danska ríkisstjórnin kynnti nýjar áherslur og forgangsmál í framhaldi af mikilli uppstokkun í ráðherraembættum. M.a. tóku nýir ráðherrar við utanríkismálum og varnarmálum.

Í stefnuyfirlýsingunni segir m.a. efnahagur Dana hafi skaðast vegna vegna vaxandi mismunar á vöxtum í Danmörku og á evrusvæðinu og vegna þess að Danir „sátu ekki við borðið þar sem mikilvægar ákvarðanir voru teknar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert