Ísrael gerir árás á Gaza

Palestínumaður við girðingu á landamærastöðinni við Rafah á Gazasvæðinu.
Palestínumaður við girðingu á landamærastöðinni við Rafah á Gazasvæðinu. SUHAIB SALEM

Ísraelsmenn hafa í kvöld gert árásir í nágrenni flugvallarins á Gaza-svæðinu. Særðir hafa verið fluttir á sjúkrahús. Árásirnar eru gerðar í kjölfar þess að skotflaug var skotið frá Gaza yfir til Ísraels, en í henni fórst tælenskur maður sem starfaði á bóndabýli í Ísrael.

Samkvæmt frétt BBC hafa a.m.k. þrír óbreyttir borgarar verið fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir að Ísraelsmenn hófu árásir á Gaza. Whasington Post fullyrðir að a.m.k. 12 hafi slasast í árásunum.

Ísraelsmenn hafa skotið á svæði sem sagt er geyma þrjú undirgöng við landamærin við Gaza, málverksmiðju og á tvo önnur opin svæði.

Aukin spenna hefur verið í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna eftir að stjórnvöld í Ísrael tilkynntu að þau hefðu heimilað byggingu á 1.600 nýjum íbúðum á landnemasvæðum í Ísrael.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert