Þingmaður talaði um „barnamorðingja“

Randy Neugebauer
Randy Neugebauer

Randy Neugebauer, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað: „barnamorðingi“ þegar einn þingmanna demókrata flutti ræðu um frumvarp til breytinga á heilbrigðiskerfinu í gær.

Frumvarpið var samþykkt í gær með 219 gegn 212. Þegar Bart Stupak, þingmaður demókrata, sem þekktur er fyrir andstöðu sína við fóstureyðingar gerði grein fyrir atkvæði sínu heyrðist einhver kalla „barnamorðingi“. Stupak studdi frumvarpið en repúblikanar höfðu vonast eftir að andstæðingar fóstureyðinga á þingi myndu fella frumvarpið.

Neugebauer viðurkenndi í dag að hann hefði verið sá sem kallaði fram í ræðu Stupak. Neugebauer sagði að hann hefði ekki beint orðum sínum að Stupak sérstaklega.

„Ég er miður mín yfir að þetta frumvarp skuli hafa verið samþykkt og þeim skelfilegu afleiðingum sem það á eftir að hafa fyrir ófædd börn,“sagði Neugebauer.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert