Vindar valda minnkun hafíss

Vindar eiga stóran þátt í minnkun hafíss á norðurslóðum, samkvæmt …
Vindar eiga stóran þátt í minnkun hafíss á norðurslóðum, samkvæmt nýbirtri rannsókn. Reuters

Öra bráðnun hafíss í Norður-Íshafinu má að miklu leyti rekja til breytilegra vinda á svæðinu. Hún er ekki bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar, að því er fram kemur í nýbirtum niðurstöðum rannsóknar, sem breska dagblaðið The Guardian greinir frá. 

Vísindamennirnir segja að um þriðjungur hafíss sem horfið hefur af þessum slóðum frá árinu 1979 hafi rekið fyrir vindum út af svæðinu. Rannsóknin dregur ekki í efa að hnattræn hlýnun valdi einnig bráðnun íss á Norðurheimskautssvæðinu. 

Niðurstöður rannsóknarinnar gætu hins vegar vakið efasemdir um áberandi fullyrðingar um að svæðið hafi náð loftslagslegum vendipunkti, sem þýði að hafísinn geti minnkað hraðar á komandi árum en hingað til.

Nýju niðurstöðurnar geta einnig varpað ljósi á mikla rýrnun hafíss sumurin 2007-2008. Hún gaf tilefni til vangaveltna um að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi innan áratugar. Rannsóknin sýndi að um það bil helming breytileika í ístapi í septembermánuði megi rekja til breytinga á vindáttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert