Lækkandi gengi Google

Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum Google í Peking.
Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum Google í Peking. Reuters

Hlutabréf í netrisanum Google lækkuðu um 1,5%, eða 8,5 dollara á hlut, eftir að fyrirtækið tilkynnti að það ætlaði að loka ritstkoðaðri leitarvél sinni í Kína. Greiningarsérfræðingur spáir því að hlutabréfaverðið geti fallið um allt að 50 dollara á hlut eða um 10% á komandi vikum.

Kínversk stjórnvöld brugðust í gær við tilraunum Google til að komast framhjá ritskoðunarreglum í Kína og hindruðu þau íbúa meginlands Kína í að sjá leitarniðurstöður sem sneru að málum á bannlista, líkt og kínversku lýðræðishreyfingunni. 

Þessi viðbrögð, sem og opinber yfirlýsing gegn ákvörðun Google um að hætta ritstkoðuninni sem kínversk stjórnvöld höfðu krafist, ollu ótta sumra hluthafa, auglýsenda og notenda Google, að sögn AP fréttastofunnar.

Þeir óttast helst að Google hafi skemmt mjög fyrir sér á einum vænlegasta markaði heimsins fyrir netþjónustu. Því óttast menn að gengi Google muni lækka talsvert á komandi dögum og vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert