Líbýa af svörtum lista ESB

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. YVES HERMAN

Evrópusambandið og Líbýa hafa gert með sér gagnkvæmt samkomulag um að íbúar Líbýu fái að koma án vegabréfsáritunar til ríkja Evrópusambandsins og öfugt. Hafa nöfn Líbýumanna sem hafa verið á svörtum lista Schengen landamæraeftirlitsins verið fjarlægð þaðan, segir í tilkynningu frá ESB.

Svisslendingar og Líbýumenn hafa átt í stjórnmáladeilu frá því í júlí 2008 eftir að sonur Gaddafi, leiðtoga Líbýu, Hannibal, var handtekinn í Genf eftir að tveir starfsmenn hans kvörtuðu undan slæmu atlæti af hans hálfu. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert