Neyðarlína fyrir fórnarlömb kaþólskra presta

Í kaþólskum kirkjugarði.
Í kaþólskum kirkjugarði. CATHAL MCNAUGHTON

Rómversk kaþólska kirkjan í Þýskalandi hefur opnað sérstaka neyðarsímalínu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis. Hjálparlínan verður starfrækt út frá borginni Trier, en biskup hennar hefur verið skipaður í hlutverk umsjónarmanns kærumála gegn prestastéttinni.

Hundruð manna hafa stigið fram undanfarið og sagst hafa sætt kynferðislegri misnotkun af hendi presta sem börn, á áratugunum frá 1950 til 1990. Páfinn hefur verið sakaður um að bregðast skyldu sinni til að beita sér gegn grunuðum kynferðisglæpamönnum á meðan hann var erkibiskup í München.

Hneykslismálin hafa skekið tvo þriðju af kirkjudeildum og hefur talsmaður kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi beðist opinberlega afsökunar vegna ásakananna. Kirkjan er sögð undir miklum þrýstingi að brjóta þagnarmúrinn vegna glæpanna.

Alls hafa 20 prestar í landinu verið kærðir fyrir kynferðisglæpi. Benedikt páfi hefur heitið skjótum aðgerðum til að bregðast við ásökununum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert