Ræningjar grófu sig inn í Parísarbanka

Frá París
Frá París GONZALO FUENTES

Þjófagengi hefur grafið sér leið inn í fjárhirslur banka í París og hreinsað út úr tæplega 200 bankahólfum í einkaeigu, að sögn lögreglu.

Þjófarnir brutust inn í útibú Credit Lyonnais bankann nærri óperuhúsinu í París á laugardagsnóttina með því að nota verkfæri til að brenna göt og brjóta niður veggi frá húsinu við hliðina.  Þeir bundu öryggisvörð og dunduðu sér svo við það í heilar 9 klukkustundir að tæma bankann og kveikja loks í honum áður en þeir fóru af vettvangi.  Vörðurinn slapp ómeiddur

Enn er verið að meta verðmæti þýfisins og að sögn lögreglu gæti það verið erfitt þar sem um einkahirslur var að ræða. Einn rannsóknarlögreglumaður lýsir ráninu þannig að augljóslega hafi verið um fagmenn að ræða.  Ræningjarnir komu inn í fjárhirslurnar um klukkan 22 á laugardagskvöldi og voru horfnir á braut klukkan 7:00 morguninn eftir.

Ráninu er líkt við Spaggiari ránið, sem gjarnan hefur verið kallað rán aldarinnar, en það var skipulagt af Albert Spaggiari í Nice fyrir rúmum 30 árum síðan. Spaggiari og gengi hans voru 2 daga og 3 nætur að grafa sig inn í fjárhirslur Societe Generale bankann þar sem þeir stálu 50 milljónum franka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Ukulele
...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
 
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...