Obama hyggst leggja til að leyfa olíuborun

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti mun brátt kynna áætlanir um að leyfa gas- og olíuborun á stóru svæði undan ströndum Bandaríkjanna. Með þessu verður banni við slíkri borun við Atlantshafsstrandlengjuna, austurhluta Mexíkóflóa og norðurströnd Alaska aflétt.

Með þessu vilja bandarísk stjórnvöld draga úr þörfinni á að flytja inn olíu, auk þess sem yfirvöld sjá fram á tekjumöguleika með því að selja leyfi til olíuborana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Umhverfishópar benda hins vegar á að að hættan á náttúruspjöllum sé til staðar og að of mikið sé í húfi. Tillagan sé einfaldlega ekki þess virði. Þeir telja auk þess að lítið af olíu muni finnast á þessum svæðum.

Skömmu eftir að Obama tók við forsetaembættinu þá sagði hann að Bandaríkjunum stæði ógn af því að vera háð olíuinnflutningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert