Líkti gagnrýni á páfa við gyðingaofsóknir

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. AP

Talsmaður páfagarðs líkti í dag gagnrýni sem beinst hefur að páfa vegna viðbragða hans við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum við ofsóknir sem gyðingar hafa mátt þola.

Raniero Cantalamessa prédikaði við messu í Péturskirkjunni í Róm og vitnaði m.a. vin sinn af gyðingaættum sem sagði að ásakanir í garð páfa minntu sig á skammarlegar ofsóknir sem gyðingar hefðu mátt þola.

Gagnrýni hefur beinst að páfa vegna viðbragða hans og kaþólsku kirkjunnar við ásökunum um að kirkjunarmenn hafi brotið gegn börnum. Talsmenn páfa hafa svarað gagnrýninni og sagt hana ósanngjarna. Páfi hafi einmitt beitt sér fyrir því að tekið væri á þessum ásökunum af meiri festu en áður og gefið fyrirskipun um að vitneskja um allar slíkar ásakanir skuli tilkynna til páfagarðs.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert