Páfi hvetur til siðvæðingar

Benedikt páfi XVI hvatti mannkynið í páskaávarpi sínu í Páfagarði í morgun til andlegrar og siðlegrar umbreytingar. Þá hvatti hann einnig stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum, landinu sem dauði og upprisa Jesús helgaði, til að láta af átökum.

„Mannkynið þarfnast... andlegrar og siðlegrar umbreytingar," sagði páfi í svonefndu Urbi et Orbi ávarpi sínu. „Það þarf að rísa upp úr djúpri kreppu og til þess þarf djúpstæðar breytingar, sem hefjast í samvisku hvers og eins." 

Þá fordæmdi páfi ofsóknir sem kristnir minnihlutahópar sæta víða um heim, þar á meðal í Pakistan og Írak. Hann óskaði síðan gleðilegra páska á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku.

Rómversk-kaþólska kirkjan er sjálf í djúpri kreppu vegna upplýsinga um að kaþólskir prestar víða um heim hafi misþyrmt börnum kynferðislega á undanförnum árum og áratugum.

Páfi ávarpar mannfjöldann á Péturstorginu í Róm í dag.
Páfi ávarpar mannfjöldann á Péturstorginu í Róm í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert