ESB rannsakar kostnað vegna flugbanns

Flugvöllurinn í Prag í dag.
Flugvöllurinn í Prag í dag. Reuters

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrirskipaði í dag rannsókn á efnahagslegum áhrifum flugbannsins, sem er í gildi í flestöllum Evrópuríkjum.

Barroso segir í yfirlýsingu, að hann hafi skipað þremur framkvæmdastjórnarmönnum að leggja mat á þau áhrif, sem öskuskýið frá Eyjafjallajökli hefði haft á efnahag ESB-ríkja, einkum þó á flugfélög. Verða samgönguráðherrar aðildarríkjanna kallaðir saman á neyðarfund.

Þeir Siim Kallas, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórninni,  Joaquin Almunia, sem fer með samkeppnismál og Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál, munu skipa rannsóknarnefndina. Flugbannið hefur haft áhrif á ferðalög þessara manna, þannig lagði Rehn af stað akandi frá Madrid snemma í morgun áleiðis til Bordeaux í Frakklandi þar sem hann ætlaði að taka lest til Parísar svo hann kæmist til Brussel á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert