Nauðlending í Norður-Noregi

17 farþegar voru um borð í vélinni sem varð að …
17 farþegar voru um borð í vélinni sem varð að nauðlenda í Bodø

Farþegaflugvél frá norska flugfélaginu Wideröe varð að nauðlenda nú í morgun eftir að annar hreyfillinn gaf sig. Verið er að kanna hvort aska frá Eyjafjallajökli sé ástæða vélabilunarinnar.

17 farþegar voru um borð í vélinni sem varð að nauðlenda í Bodø í Norður-Noregi. Flugvélin var á ferð þegar flugmenn urðu varir við að ekki var í lagi með annan hreyfilinn. Þeir náðu að lenda vélinni með öðrum hreyflinum. „Það er venjan að lenda þegar hreyfillinn gefur sig,“ hefur vefmiðill BT eftir Richard Kongsteinen hjá Wideröe.  Lendingin hafi gengið áfallalaust fyrir sig.

Nú þurfi yfirvöld hins vegar að fá rannsaka hvort bilunin í hreyflinum sé til komin vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert