Stýrði Noregi með iPad

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, eða iPad-Jens.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, eða iPad-Jens. Reuters

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur ekki farið varhluta af flugröskuninni í Evrópu fremur en milljónir annarra flugfarþega. Það hefur hins vegar vakið athygli fjölmiðla að þegar hann ók frá Sviss til Osló stýrði hann Noregi gegnum iPad spjaldtölvu.

Hann greinir frá ferðalaginu á Facebook-síðu sinni. Hann kom skilaboðum áleiðis til annarra embættismanna með nýju iPad tölvunni sinni og í einn dag stýrði Stoltenberg ríkisbúskapnum í gegnum netið.

Víða hefur norska forsætisráðherranum verið hrósað fyrir að taka tækninýjunum opnum örmum. Um leið er hann gagnrýndur fyrir að taka öryggismál ríkisins ekki nógu alvarlega, að því er greint er frá í Berlingske Tidende.

Ráðherrann gat ekki, eins og milljónir annarra, flogið heim til sín sl. föstudag. Þá átti hann bókað flug heim frá New York, þar sem leiðtogar ræddu kjarnorkumál. Öllum flugferðum var hins vegar aflýst vegna öskuskýsins frá Íslandi.

Stoltenberg nýtti tækifærið í New York og fjárfesti í iPad. Tækið var þegar í stað tekið í notkun á flugvellinum þegar það var ljóst að fluginu yrði aflýst.

Bandarískir fjölmiðlar veittu ráðherranum athygli. Þeir tóku myndir og skrifaðar voru greinar um iPad-Jens.

Hann náði flugi til Madridar á Spáni og komst þaðan til Sviss þaðan sem hann varð svo að aka heim til Noregs.

Stoltenberg fylgist greinilega vel með nýjustu straumum í tæknigeiranum. Hann …
Stoltenberg fylgist greinilega vel með nýjustu straumum í tæknigeiranum. Hann nýtti tækifærið í New York og fjárfesti í iPad. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert