ESB leyfir stuðning vegna ösku

Flugfélög urðu fyrir miklu tjóni þegar flug var bannað víða …
Flugfélög urðu fyrir miklu tjóni þegar flug var bannað víða í Evrópu vegna eldfjallagjósku frá Eyjafjallajökli. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í dag að aðildarlönd ESB megi aðstoða flugfélög sem urðu fyrir tjóni vegna eldfjallagjósku í síðustu viku. Hópur háttsettra forystumanna hefur undanfarið fjallað um hvort veita eigi undanþágu frá banni við ríkissyrkjum.

Hópur undir forystu Siim Kallas, varaforseta og yfirmanns samgangna, Joaquín Almunia, yfirmanns samkeppnismála, og Olli Rehn, yfirmanns efnahagsmála, hafi fjallað um það síðustu vikuna hvort veita eigi tímabundna undanþágu frá banni við ríkisstyrkjum.

Í fréttatilkynningu ESB kemur fram í orðum Siim Kallas, varaforseta, að ESB hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Meira en 100 þúsund flugferðir hafi verið felldar niður og meira en tíu milljónir flugfarþega komust ekki leiðar sinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert