Skipulagði barnaníðsferðir

Maðurinn framleiddi einnig barnaklám og dreifði.
Maðurinn framleiddi einnig barnaklám og dreifði. mbl.is/Kristinn

Kanadamaður á sjötugsaldri á yfir höfði sér allt að fimmtíu ára fangelsi en  hann hefur játað, að skipuleggja ferðir karlmanna til Tælands í þeim eina tilgangi að hafa samræði við unga drengi. Maðurinn hagnaðist af skipulagningu slíkra ferða alla vega frá árinu 2000.

Maðurinn, John Wrenshall, var handtekinn á Heathrow flugvelli í London seint á árinu 2008 og framseldur til Bandaríkjanna í júlí á síðasta ári. Lögregla lýsti eftir manninum í kjölfar þess að maður frá New Jersey í Bandaríkjunum játaði að hafa sótt Wrenshall heim til Tælands og haft þar mök við unga drengi.

Wrenshall bjó um árabil í Tælandi og fékk allmarga karlmenn í heimsókn á þeim tíma. Þrír þeirra hafa þegar verið dæmdir fyrir þátt sinn. Auk þess að skipuleggja ferðirnar framleiddi maðurinn barnaklám og dreifði. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp 16. ágúst nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert