Átök í Taílandi

Hermenn stökkva niður af bílum í miðborg Bangkok.
Hermenn stökkva niður af bílum í miðborg Bangkok. Reuters

Skotbardagar brutust út í miðborg Bangkok, höfuðborg Taílands, í morgun milli stjórnarhers landsins og stjórnarandstæðinga. Herinn hafði áður lýst því yfir, að mótmælendur yrðu reknir af svæði í borginni.

Sú ákvörðun kom í kjölfar þess að  Khattiya Sawasdipol, einn af leiðtogum stjórnarandstæðinga, var skotinn í höfuðið í gær. Hann liggur nú á sjúkrahúsi og er varla hugað líf.

Annar mótmælandi var skotinn í höfuðið og lést í átökum í gærkvöldi. 11 til viðbótar særðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert