Á fjórða tug látnir í Taílandi

Eldar hafa logað í miðborg Bangkok.
Eldar hafa logað í miðborg Bangkok. Reuters

Tala látinna í Taílandi fer hækkandi, en að minnsta kosti 33 hafa fallið og 239 hafa særst í átökum hersins og stjórnarandstæðinga í Bangkok. Þeir síðarnefndu gerðu tilraun til að fá Sameinuðu þjóðirnar til að miðla málum í deilunni. Taílensk stjórnvöld hafa hafnað því.

Gestir á glæsihóteli í borginni urðu að leita skjóls í kjallara hússins í dag þegar það kom til skotbardaga við  hótelið. Þá heyrðust einnig sprengingar.

Þá hafa eldar logað í þremur verslunum í miðborginni.

Leiðtogi mótmælenda hvatti konung Taílands til að hafa afskipti af málinu. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í borginni og víðar í landinu. Herinn hefur lokað af ákveðnum svæðum í borginni og bannað allar mannaferðir þar. Herinn segist beita skotvopnum á þá sem virði ekki bannið. Alls búa 12 milljónir manna í Bangkok.

Rauðskyrturnar svokölluðu segjast vera reiðubúnar að hefja friðarviðræður við stjórnvöld svo lengi sem SÞ komi að þeim.

„Við viljum frá SÞ þar sem við treystum því ekki að taílenskar stofnanir muni sýna okkur réttlæti,“ segir Nattawut Saikuar, einn af leiðtogum mótmælenda.

Ríkisstjórn landsins skaut hins vegar hugmyndina á kaf. Hún segir að um innranríkismál sé að ræða, sem útlendir aðilar eigi ekki að skipta sér af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...