Útgöngubann framlengt í Bangkok

Slökkviliðsmenn dæla vatni á verslunarmiðstöðina Center One í Bangkok.
Slökkviliðsmenn dæla vatni á verslunarmiðstöðina Center One í Bangkok. Reuters

Yfirvöld í Taílandi hafa framlengt útgöngubann í Bangkok um þrjár nætur eftir mannskæða árás öryggissveita á mótmælendur í hjarta borgarinnar.

Útgöngubannið á einnig að gilda í 23 héruðum Taílands. Mikil spenna er enn í Bangkok og skothvellir heyrðust nálægt hofi þar sem margir mótmælendur hafa leitað athvarfs.

Reuters-fréttastofan hefur eftir borgaryfirvöldum að slökkviliðið hafi barist við um 30 elda í borginni í dag. Hermt er að 27 eldar hafi verið kveiktir í gær eftir að leiðtogar mótmælendanna gáfust upp. Óttast er að Central World, ein af stærstu verslunarmiðstöðvum Suðaustur-Asíu, hrynji eftir að mótmælendur kveiktu í henni. Kauphöll borgarinnar er á meðal bygginga sem kveikt var í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert