Útgöngubann framlengt í Bangkok

Slökkviliðsmenn dæla vatni á verslunarmiðstöðina Center One í Bangkok.
Slökkviliðsmenn dæla vatni á verslunarmiðstöðina Center One í Bangkok. Reuters

Yfirvöld í Taílandi hafa framlengt útgöngubann í Bangkok um þrjár nætur eftir mannskæða árás öryggissveita á mótmælendur í hjarta borgarinnar.

Útgöngubannið á einnig að gilda í 23 héruðum Taílands. Mikil spenna er enn í Bangkok og skothvellir heyrðust nálægt hofi þar sem margir mótmælendur hafa leitað athvarfs.

Reuters-fréttastofan hefur eftir borgaryfirvöldum að slökkviliðið hafi barist við um 30 elda í borginni í dag. Hermt er að 27 eldar hafi verið kveiktir í gær eftir að leiðtogar mótmælendanna gáfust upp. Óttast er að Central World, ein af stærstu verslunarmiðstöðvum Suðaustur-Asíu, hrynji eftir að mótmælendur kveiktu í henni. Kauphöll borgarinnar er á meðal bygginga sem kveikt var í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...