300 þúsund störf í hættu

David Cameron forsætisráðherra ásamt samráðherrum í garðinum í Downingstræti 10
David Cameron forsætisráðherra ásamt samráðherrum í garðinum í Downingstræti 10 Reuters

Að minnsta kosti þrjú hundruð þúsund breskir opinberir starfsmenn eiga á hættu að missa vinnunni á næstu árum ef áætlanir samsteypustjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata verða að veruleika. Eitt helsta markmið ríkisstjórnarinnar er að minnka fjárlagahallann sem er 156 milljarðar punda, 29 þúsund milljarða króna.

Á vef breska blaðsins Times kemur fram að George Osborne, fjármálaráðherra, muni á morgun kynna fyrstu niðurskurðaraðgerðir stjórnvalda sem eiga að minna ríkisútgjöld um sex milljarða punda. 

Frétt Times 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert