Breskir strákar dæmdir fyrir tilraun til að nauðga 8 ára stúlku

Dómari við Old Bailey réttinn á eftir að ákveða þyngd …
Dómari við Old Bailey réttinn á eftir að ákveða þyngd dómsins. AP

Tveir breskir strákar, tíu og ellefu ára gamlir, voru í dag dæmir fyrir tilraun til að nauðga átta ára gamalli stúlku. Drengirnir beittu stúlkuna ofbeldinu í ruslagámi, íbúðarblokk og leikvelli nálægt heimilum þeirra.

Krakkarnir bjuggu í Hayes hverfinu í vestur London, þar sem þau höfðu verið að leik þegar atvikin átti sér stað í október á síðasta ári. Strákarnir neita fyrir tilraun til nauðgunar og hélt verjandi þeirra fram að einungis hafi verið um leik að ræða.

Saksóknarinn sagði hins vegar strákana hafa farið með stúlkuna á afskekktan stað til að geta athafnað sig í friði. Í viðtali við lögregluna sagði stúlkan strákana hafa fært sig úr fötunum gegn vilja sínum.

Verjandi strákanna hafði farið fram á að málinu yrði vísað frá eftir að stúlkan sagði að allt sem hún hafði sagt við rannsókn málsins hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Dómarinn tók það ekki til greina og sagði það vera undir kviðdómi komið að skera úr um hversu trúverðugur framburður stúlkunnar væri.

Strákarnir verða skráðir kynferðisafbrotamenn en dómarinn John Saunders við Old Bailey réttinn í London á eftir að ákveða þyngd dómsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert