Wakefield sviptur læknaleyfinu

Læknirinn umdeildi Andrew Wakefield.
Læknirinn umdeildi Andrew Wakefield. LUKE MACGREGOR
Breska læknaráðið, GMC, hefur svipt læknirinn Andrew Wakefield, sem hélt því fram að samband væri á milli bólusetningar og einhverfu, starfsleyfi til lækninga. Læknaráðið komst að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði brotið ófár reglur við rannsókn sína. Búist er við að Wakefield áfrýji sviptingunni til dómstóla.

Wakefield hélt því fram í grein í breska læknatímaritinu Lancet árið 1998 að samband væri á milli bólusetningar gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Þetta skaut foreldrum víða um heim skelk í bringu og verulega dró úr bólusetningunum með þeim afleiðingum að mislingar, sem áður höfðu vart sést, blossuðu upp að nýju og ollu dauða eða miklum skaða hjá mörgum börnum.

Seinna kom í ljós að greinin byggðist á fölsuðum rannsóknarniðurstöðum og aðrar rannsóknir benda til þess að ekkert samband sé á milli slíkrar bólusetningar og einhverfu. Ennfremur kom í ljós að Wakefield var á mála hjá lögmanni sem hugðist lögsækja framleiðendur bóluefnanna fyrir hönd nokkurra fjölskyldna vegna gruns um þau hefðu valdið einhverfu hjá börnum þeirra.

Læknaráðið segir hann hafa „misnotað trúnaðarstöðu sína“ sem læknir, sýnt „kaldrifjað skeytingarleysi“ og smánað læknastéttina.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...