Stalín þyrmdi Hitler

Winston Churchill forsætisráðherra bretlands, Franklin Bandaríkjaforseti og Jósef Stalín, leiðtogi …
Winston Churchill forsætisráðherra bretlands, Franklin Bandaríkjaforseti og Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna, á fundi sínum í Yalta á Krímskaga í Sovétríkjunum 12. febrúar 1945 þar sem þeir lögðu grunn að þeirri skiptingu heimsins sem átti eftir að setja mark sitt á næstu áratugi kalda stríðsins

Útsendarar Sovétríkjanna áttu að minnsta kosti tvívegis á árunum 1943 og 1944 möguleika á að ráða Adolf Hitler, leiðtoga Þjóðverja, af dögum en Jósef Stalín, leiðtogi Sovétmanna, hafnaði því í bæði skiptin.

Þetta kom fram í máli fyrrum rússnesks hershöfðingja á sagnfræðiráðstefnu í Moskvu nýlega en fjallað er um ráðstefnuna í danska blaðinu Jyllands-Posten. 

Blaðið hefur eftir Anatolij Kulikov, fyrrum hershöfðingja og áhugasagnfræðingi, að ástæðan fyrir því að Stalín vildi ekki láta drepa Hitler var sú að hann óttaðist að eftir dauða nasistaleiðtogans myndu eftirmenn hans skrifa undir sérstakan friðarsamning við Bandaríkin og Bretland. 

Fram kom í máli Kilikovs, að Sovétmenn voru með áform um að ráða Hitler af dögum í sprengjubyrgi hans árið 1943 en Stalín hætti skyndilega við þau áform. Árið 1944 komst sovéskur flugumaður inn í innsta hring Hitlers og naut trausts hans. Nákvæm áætlun var gerð um að þessi flugumaður myndi myrða Hitler en Stalín hætti aftur við á síðustu stundu. 

Hitler og Stalín gerðu árið 1939 með sér friðarsamkomulag en árið 1941 rauf Hitler það samkomulag með því að gera innrás í Sovétríkin. Áætlað er að 26,6 milljónir Sovétmanna hafi látið lífið í síðari heimsstyrjöldinni, sem lauk vorið 1945.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert