15 milljarða evra niðurskurður á Spáni

Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, í þingsal í dag.
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, í þingsal í dag. Reuters

Spánarþing samþykkti naumlega áætlun um að skera niður ríkisútgjöld sem nemur 15 milljörðum evra (2.400 milljarða kr.), en spænsk stjórnvöld reyna nú að rétta af fjárlagahallann. Aðeins munaði einu atkvæði.

Áætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt með 169 atkvæðum á móti 168. Þrettán sátu hjá.

Aðgerðaráætlunin var kynnt fyrr í þessum mánuði og er markmiðð að lækka hallann um 11% af vergri landsframleiðslu í 6% árið 2011.

Stefnt er að því að lækka laun opinberra starfsmanna um 5% og skera hressilega niður opinberar fjárfestingar. Menn binda vonir við að þessar aðgerðir muni minnka fjárlagahallann. Með þessu geti stjórnvöld komið í veg fyrir að svipað neyðárstand skapist á Spáni og í Grikklandi.

Margir Spánverjar óttast hvaða afleiðingar þetta muni hafa á spænska hagkerfið. Atvinnuleysið í landinu mælist vera 20%, sem er tvöfalt hærra en meðaltal evrulþjóða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert