Fjórðungur ítalska hagkerfisins svikinn undan skatti

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi.

Nærri fjórðungur ítalska hagkerfisins er svikinn undan skatti og tapar ítalska ríkið því skatttekjum, sem nema um 120 milljörðum evra árlega, jafnvirði 19 þúsund milljarða króna.

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, upplýsti þetta í dag. Sagði hann á fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, að 22% af hagkerfinu væru ekki talin fram til skatts.

Ítölsk stjórnvöld ætla að draga úr fjárlagahalla með ýmsum aðgerðum og meðal annars á að ráðast til atlögu við skattsvikara og neðanharðarhagkerfi, sem þrífst á Ítalíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert