Áhöfn hjálparskips sleppt

Hjálparskipið Rachel Corrie, sem Ísraelsher stöðvaði á leið sinni til ...
Hjálparskipið Rachel Corrie, sem Ísraelsher stöðvaði á leið sinni til Gasa. HO

Áhöfn hjálparskipsins Rachel Corrie, sem Ísraelar handtóku á leið sinni til Gasastrandarinnar, verður vísað úr landi í dag samkvæmt síðustu fregnum frá Ísrael. Alls voru 19 manns um borð, þar af 11 aðgerðasinnar en skipið siglir undir írsku flaggi. 

Ísraelsher felldi níu manns um borð í öðru hjálpaskipi sl. mánudag og þar af voru nokkrir þeirra skotnir í höfuðið. Allt voru þetta Tyrkir nema að einn þeirri hafði einnig bandarískt vegabréf. Mikið mótmælaalda hefur risið vegna þessarar árásar, síðast í Lundúnum í gær þar sem þúsundir Tyrkja efndu til mótmæla fyrir utan Downing-stræti.

Samskipti Ísraela og Tyrkja hafa farið harðnandi. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, hefur boðað rannsókn á árásinni á mánudag þar sem að koma fulltrúar frá Ísrael, Tyrklandi og Bandaríkjunum. Fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Geoffrey Palmer, er ætlað að stýra þeirri rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...