Pólverjar ætla að gelda barnaníðinga

Dæmdir barnaníðingar gangast undir lyfjameðferð til geldingar að lokinni fangelsisvist.
Dæmdir barnaníðingar gangast undir lyfjameðferð til geldingar að lokinni fangelsisvist.

Tekið hafa gildi lög í Póllandi sem gefa heimild til þess að sumir barnaníðingar og dæmdir nauðgarar verði látnir gangast undir geldingu með lyfjameðferð.

Lögin voru samþykkt af pólska þinginu í september síðastliðnum og ná til manna sem dæmdir eru fyrir að nauðga börnum eða nánum fjölskyldumeðlimum.  Meðferðin hefur verið prófuð áður en fram til þess aðeins með vilja þess sem undir hana gengst.

Forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, mælti fyrir lagasetningunni  eftir að röð alvarlegra barnamisnotkunarmála kom upp á síðasta ári. Samkvæmt lögunum verða sakborningar sem dæmdir eru fyrir slíka glæpi skikkaðir til að byrja á lyfjameðferð þegar þeir sleppa úr fangelsi, í því skyni að draga úr kyngetu þeirra.  Áður en gripið verður til slíkrar meðferðar ber þó að láta sálfræðing meta ástand hins dæmda.

Að sögn pólskra stjórnmálamanna hefur Pólland með þessu sett ströngustu lög gegn barnaníði sem þekkjast í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert