Cameron biðst afsökunar

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist afsökunar fyrir hönd breskra stjórnvalda á því þegar breskir hermenn myrtu 14 saklausa borgara á Blóðuga sunnudeginum á Norður-Írlandi árið 1972.

Cameron sagði við þingið í dagð að sumir hermannanna hefðu orðið stjórnlausir. „Sumir liðsmenn í hersveitum okkur brugðust við á rangan hátt,“ sagði hann. 

„Ríkisstjórnin ber á endanum ábyrgð á framferði hersins. Og því, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og í raun fyrir hönd þjóðarinnar, þá biðst ég innilega afsökunar,“ sagði hann.

Hann sagði að aðgerðir þeirra hefðu verið óverjandi þegar hann ræddi niðurstöður nýrrar  5.000 blaðsíðna rannsóknarskýrslu um atburðinn.

„Niðurstöður þessarar skýrslu eru augljósar. Á þeim liggur engin vafi,“ sagði hann.

„Það sem gerðist á Blóðuga sunnudeginum var óverjandi og óréttlætanlegt. Þetta var rangt. Það sem gerðist átti aldrei nokkurntímann að hafa gerst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert