4 norskir hermenn féllu í Afganistan

Herlið NATO í Kandahar
Herlið NATO í Kandahar AP

Fjórir norskir hermenn féllu í Afganistan síðdegis í dag er vegsprengja sprakk, samkvæmt frétt á vef norska dagblaðsins VG. Létust hermennirnir í Faryab héraði en alls hafa því níu norskir hermenn úr alþjóðlegu herliði Atlantshafsbandalagsins látist í stríðinu í Afganistan.

Í frétt Aftenposten kemur fram að júnímánuður er orðin sá mannskæðasti frá innrásinni fyrir tæpum níu árum. Alls hafa 94 hermenn úr NATO-herliðinu í Afganistan fallið í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert