Olíuborun hafin við Grænland

Borunin fer fram á Sigguk leitarsvæðinu vestan við Grænland.
Borunin fer fram á Sigguk leitarsvæðinu vestan við Grænland. kort/Cairn Energy

Byrjað er að bora eftir olíu við Grænland. Olíuleitin fer fram á hafsbotni á 300 - 500 metra dýpi um 175 km vestur af Disko eyju á vesturströnd Grænlands. Skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy byrjar leitina með borun tveggja holna sem ná munu 4,2 km og 3,2 km niður í hafsbotninn.

Olíuleitin fer fram á svonefndu Sigguk leitarsvæði. Færanlegi borpallurinn Stena Don og olíuleitarskipið Stena Forth bora eftir olíunni, að því er fram kemur í frétt grænlenska útvarpsins KNR. 

Nánari upplýsingar um gang olíuleitarinnar verða veittar í ágúst, samkvæmt frétt á heimasíðu Cairn Energy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert